Strandabyggð: vilja beisla jarðhita á Gálmaströnd

Sveitarstjórn Strandabyggðar ræddi á fundi sínum í vikunni um áframhald á borunum á Gálmaströnd. Þar er jarðhita að finna og hefur verið borað þar eftir nýtanlegu heitu vatni. Þar er jarðhiti en ekki hefur tekist að finna vatnsæðina.

Sveitarstjórnin samþykkti að tillögu A listans að „skora á Vestfjarðastofu og þingmenn NV- kjördæmis að beita sér af fremsta megni til þess að Orkubú Vestfjarða haldi áfram við beislun jarðhitans á Gálmaströnd við Steingrímsfjörð. Jákvæður árangur þar skiptir mjög miklu máli varðandi atvinnuuppbyggingu og búsetuskilyrði í Strandabyggð.“

DEILA