Skemmtiferðaskip: Innviðagjaldi ekki breytt

Sigurður Jökull Ólafsson. Mynd: aðsend.

Sigurður Jökull Ólafsson, formaður Cruise Iceland, samtaka hafna og fleiri hagsmunaaðila sem þjónusta skemmtiferðaskip, segir að í gær hafi borist svar frá atvinnuvegaráðherra við erindi samtakanna um endurskoðun innviðagjaldsins, sem sett var á með lögum fyrir áramót og tók gildi um áramótin. Það er 2.500 kr/farþega fyrirhvern sólarhring.

Ráðherrann segir í svarinu að gjaldið muni standa óbreytt.

Frá þessu er greint í Fiskifréttum í dag.

Þar sem gjaldtakan kemur með svo skömmum fyrirvara leggst gjaldið einvörðungu á skipafélögin en farþegarnir eru búnir að greiða ferðina og verða ekki rukkaðir um gjaldið. Eitt skipafélaganna Norwegian sem sendir stór skemmtiferðaskip til landsins mun þurfa að greiða hálfan milljarð króna í innviðagjald.

Viðbrögð skipafélaganna við innviðagjaldinu hafa verið þau að fækka komum sínum til landsins á árinu 2026 og síðar. Á Ísafirði eru bókaðar um helmingu færri komur á árin 2027 en var í fyrra fyrir árið 2026. Í upplýsingum Bæjarins besta frá Ísafjarðarbæ fyrr í þessum mánuði kom fram að á Ísafirði eru bókaðar um helmingu færri komur á árin 2027 en var í fyrra fyrir árið 2026. Í upplýsingum Bæjarins besta frá Ísafjarðarbæ fyrr í þessum mánuði kom fram að bókunum skemmtiferðaskipa fyrir árið 2027 voru þá aðeins 84 skipakomur bókaðar. Til samanburðar voru um 150 skip bókuð í fyrra á sama tíma fyrir 2026.

DEILA