Sjávarspendýraráðið: aukin áhersla á velferð dýranna

Á mánudaginn var fundur í Nammco, sem er samstarf 11 landssvæða á Norður Atlantshafi um rannsóknir og skynsamlega nýtingu sjávarspendýrastofna. Einkum er þar um að ræða hvali, seli og rostunga. Sáttmáli aðildarríkjanna var undirritaður í Nuuk á Grænlandi á árinu 1992.

Á fundinum, sem haldin var í Tromsö í Noregi, var einkum rætt um öruggari og skjótvirkari aðferðir við aflífun dýrana. Þátttakendur skiptust á upplýsingum um aðferðir og veiðarnar og ræddu um leiðir til þess að gera þær öruggari og stytta veiðitímann sem mest hverju sinni. Lögð var áhersla á að nota bestu fáanlega tækni og þjálfa veiðimenn sem best.

Þátttakendur voru úr hópi veiðimanna, dýralækna og vísindamanna frá Karabíska hafinu, Kanada, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Álandseyjum, Íslandi og Japan.

DEILA