Á mánudaginn var fundur í Nammco, sem er samstarf 11 landssvæða á Norður Atlantshafi um rannsóknir og skynsamlega nýtingu sjávarspendýrastofna. Einkum er þar um að ræða hvali, seli og rostunga. Sáttmáli aðildarríkjanna var undirritaður í Nuuk á Grænlandi á árinu 1992.
Á fundinum, sem haldin var í Tromsö í Noregi, var einkum rætt um öruggari og skjótvirkari aðferðir við aflífun dýrana. Þátttakendur skiptust á upplýsingum um aðferðir og veiðarnar og ræddu um leiðir til þess að gera þær öruggari og stytta veiðitímann sem mest hverju sinni. Lögð var áhersla á að nota bestu fáanlega tækni og þjálfa veiðimenn sem best.
Þátttakendur voru úr hópi veiðimanna, dýralækna og vísindamanna frá Karabíska hafinu, Kanada, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Álandseyjum, Íslandi og Japan.