Sigurrós Elddís ráðin kennslustjóri Lýðskólans á Flateyri

Sigurrós Elddís Huldudóttir hefur verið ráðin sem kennslustjóri við Lýðskólann á Flateyri og mun hún hefja þar störf 16.júní næstkomandi.

Sigurrós lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2017. Hún lauk B.A. gráðu í sálfræði frá háskólanum á Akureyri árið 2021 og M.Sc. gráðu í heilsueflingu og heilsusálfræði við Háskólann í Bergen, Noregi, árið 2023.

Sigurrós starfar eins og er sem barna- og fjölskylduleiðbeinandi á heilsugæslu í sveitarfélaginu Frøya í Noregi. Hún hefur einni margra ára reynslu af félagsstarfi, meðal annars fyrir skiptinemasamtökin AFS.

Í tilkynningu frá Lýðskólanum segir að Sigurrós sé boðin velkomin og við hlökkum til samstarfsins og Erlu Margréti Gunnarsdóttur sem er að láta af störfum er þakkað kærlega fyrir allt sitt framlag til Lýðskólans á Flateyri.

DEILA