Sameiginleg æfing þyrlusveitar og áhafnarinnar á Þór

Æft var við Þrídranga og sigmönnum slakað þar niður og ástand vitans kannað. Eftir tæplega tveggja tíma æfingu var hífingum lokið og þyrlan hélt þá aftur til Reykjavíkur.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar til að stilla saman strengi sína.

Í fyrradag fór þyrluæfing fram með áhöfninni á Þór sem var við eftirlitsstörf norðvestur af Geirfuglaskeri. Um þessar mundir stendur yfir þjálfun á tveimur nýjum sigmönnum í þyrlusveitinni sem þurfa að gangast undir umfangsmikla grunnþjálfun.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar,

DEILA