
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar til að stilla saman strengi sína.
Í fyrradag fór þyrluæfing fram með áhöfninni á Þór sem var við eftirlitsstörf norðvestur af Geirfuglaskeri. Um þessar mundir stendur yfir þjálfun á tveimur nýjum sigmönnum í þyrlusveitinni sem þurfa að gangast undir umfangsmikla grunnþjálfun.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og áhafnir varðskipanna halda reglulega sameiginlegar æfingar,