Rauði krossinn: Hrafnhildur Ólöf nýr formaður í Barðarstrandarsýslu

Aðalfundur Rauða Krossins í Barðastrandarsýslu var haldinn 4. mars síðstliðinn í Félagsheimili Patreksfjarðar. Þrettán sjálfboðaliðar mættu á fundinn. Fundarstjóri var Helga Gísladóttir og ritari Theodóra Jóhannsdóttir.

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir fráfarandi formaður fór yfir skýrslu deildar og það góða starf sem hefur verið unnið á árinu 2024. Þar á meðal kom fram að Nytjamarkaðnum gengur vel og að sjálfboðaliðarnir vinna af hendi óeigingjarnt starf.

Deildin fjárfesti í fjórum hjartastuðtækjum fyrir ágóða af nytjamarkaði og afhenti félagsstarfi eldri borgara á svæðinu. Nytjamarkaðurinn fjármagnaði einnig Bjargvættarnámskeið fyrir börn. Má einnig nefna að stjórnin yfirfór allar fjöldahjálparstöðvar á svæðinu og haldið var skyndihjálparnámskeið fyrir sjálfboðaliða sem gekk vel.

Miklar breytingar urðu á skipan stjórnar. Í nýrri stjórn eru:

Formaður: Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir

Gjaldkeri: Asia Biernacka

Ritari: Theodóra Jóhannsdóttir

Meðstjórnandi: Patrekur Súni Reehaug

Meðstjórnandi: Hekla Ösp Ólafsdóttir

Varamaður: Pálína Kristín Hermannsdóttir

Varamaður: Silja Björg Ísafoldardóttir

Nýkjörinn formaður og fráfarandi formaður. Myndir: Helga Gísladóttir.

DEILA