Rauða fjöðrin : sala hefst í dag

Frá 1972 hefur Lions selt Rauðu fjöðrina til góðs málefnis. Nú rennur ágóðinn af sölunni til Píeta samtakanna og forvarnarverkefnis þeirra fyrir ungt fólk. Salan hefst mánudaginn 31. mars í verslunum Nettó um allt land, m.a. á Ísafirði, og á https://www.lions.is/is/verkefni/rauda-fjodrin, síðan munu aðilar Lions hreyfingarinnar selja fjöðrina maður á mann við verslunarkjarna um land allt 3. – 6. apríl. 

Rauða fjöðrin er aðeins seld á þriggja ára fresti.

Píeta samtökin ætla að bjóða öllum framhaldsskólanemum á landinu upp á fræðslu og til samtals um mikilvægi geðræktar og geðheilbrigðis. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að styðja við geðheilsu ungs fólks, vekja með þeim von og kenna þeim bjargráð þegar lífið virðist erfið áskorun.
Slagorð Píeta samtakanna eru meðal annarra #Segðu það upphátt og #Það er alltaf von.
Þau sem kaupa Rauðu fjöðrina gefa von og þannig safna landsmenn fjöðrum í vængi vonarinnar ungu fólki til heilla og bættrar geðheilsu.


DEILA