Núpur: sótt um að gera allt að 30 íbúðir

Landeigendur að Núpi í Dýrafirði hafa óskað eftir heimild til breytingar á skipulagi landeigna við Núp í Dýrafirði fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði að skipta núverandi húsnæði upp í fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á landskikanum.

Einnig er óskað eftir heimild til þess að skipta landinu upp í fleiri lóðir í deiliskipulagi og skilgreina nokkrar frístundalóðir í samræmi við heimildir núgildandi aðalskipulag, í allt að 15 sumarhúsalóðir neðan vegar.

Ofan vegar standa tvær eldri skólabyggingar en neðan vegar eru engar byggingar á landinu sem um ræðir.

Óskað er eftir heimild til þess að fjölga íbúðum á skika ofan vegar í skólabyggingunum. Heimilt verði
að skipta núverandi húsnæði upp fleiri íbúðir og samtals verði heimilt að hafa allt að 30 íbúðir á
landskikanum. Í erindinu segir að þörf sé á íbúðarhúsnæði á svæðinu í tengslum við atvinnuuppbyggingu í
sveitarfélaginu og falast hefur verið eftir íbúðum hjá lóðarhöfum. Núverandi skólahúsnæði henti vel til búsetu og það samræmist vel sjónarmiðum um hringrásarhagkerfi og endurnýtingu að lengja líftíma eldra húsnæðis og finna því nýtt hlutverk til framtíðar.

Þá kemur fram að landeigendur hafi hvorki hug á að reka ferðaþjónstu né skólaþjónustu, en væri heimilt samkvæmt aðalskipulagi sem senn rennur úr gildi.

Neðan vegar er óskað eftir heimild til þess að skipuleggja frístundabyggð og skipta landinu upp í allt að 15 sumarhúsalóðir í deiliskipulagi.

Í niðurlagi erindisins segir:

„Það er mat landeigenda að auknar heimildir geti styrkt Núpstorfuna og uppbygging beggja vegna
vegarins; íbúðir og sumarhúsabyggð geti notið góðs hvor af annarri. Þau svæði þar sem óskað er eftir
uppbyggingarheimildum eru utan þekktra snjóflóðasvæða, sbr. mynd að neðan.“

DEILA