Ef þig langar til að læra að hekla mósaíkmunstur er um að gera að mæta í Heimabyggð 7. mars kl. 18:00-20:00
Mósaík munstur eru ótrúlega skemmtileg og einföld hekl munstur sem hægt er að nota í allskonar verkefni.
Á námskeiðinu er kenndur grunninn og tæknin í mósaíkmunstur hekli.
Námskeiðið er ætlað þeim sem kunna aðeins að hekla og henta því ekki algjörum byrjendum, þá er nóg að kunna bara grunninn: loftlykkjur, fastalykkjur og stuðla.
Kennarinn er Tinna Þórudóttir Þorvaldar sem hefur heklað og stundað hannyrðir síðan hún man eftir sér. Hún hefur gefið út 3 heklbækur, þær Þóru, Maríu og Havana, og ritstýrt þeirri fjórðu, Heklfélaginu. Hún er þaulreynd í heklkennslu og hefur haldið heklnámskeið sl. 15 ár og kennt mörg hundruð nemendum handtökin.