María Júlía á siglingu fyrir Bjargtanga

Þessa flottu mynd tók Jón Páll Ásgeirsson c.a 1977-8 en hún sýnir Maríu Júlíu á siglingu fyrir Bjargtanga.

María Júlía var smíðuð sem björgunar- og varðskip í Frederikssund Skibsværft í Frederikssund í Danmörku árið 1950 fyrir Ríkissjóð Íslands. 

Það var einnig notað við hafrannsóknir og því má segja að þetta sé fyrsta hafrannsóknaskip Íslands.

1969 var María Júlía seld til Patreksfjarðar og henni breytt í fiskiskip. Hélt nafni sínu en fék einkennisstafina BA og númerið 36. Kaupandinn var Skjöldur h/f.

María Júlía BA 36 var seld Þórsbergi h/f á Tálknafirði árið 1985, seljandi Vaskur h/f á Patreksfirði. Þórsberg gerði skipið út til ársins 2003. Hún var tekin af skipaskrá haustið 2014.

Skipið er í eigu Áhugafélags um uppbyggingu skipsins og stofnaðilar eru Byggðasafns Vestfjarða og Minjasafns Egils Ólafssonar á Hnjóti.

Eftir að hafa legið lengi í höfn á Ísafirði var María Júlía dregin til Akureyrar síðla vetrar 2023 og þaðan til Húsavíkur haustið 2024.

Til setndur að María Júlía verði tekin upp í slipp á Húsavík á næstunni.

Af skipamyndir.com

DEILA