Landvernd fær styrk

Jóhann Páll Jóhansson, alþm. og ráðherra.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur úthlutað rúmlega 54 milljónum króna í rekstrarstyrki til 25 frjálsra félagasamtaka sem starfa á málefnasviði ráðuneytisins á grundvelli umsókna og er það tæplega 4% heildarhækkun frá úthlutun síðasta árs.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Ráðuneytið hefur veitt frjálsum félagasamtökum sem starfa að umhverfismálum rekstrarstyrki frá árinu 2000.

Landvernd fær hæsta styrkinn 17.380 þús. krónur. Náttúruverndarsamtök Íslands fá 7.600 þús kr´styrk og ungir umhverfissinnar 5.020 þús. kr.

Í tilkynningu ráðuneytisins er haft eftir Jóhanni Páli Jóhannssyni, ráðherra að

„Frjáls félagasamtök gegna lykilhlutverki í lýðræðisþjóðfélagi. Þau halda okkur við efnið á sviði umhverfismála, þau veita stjórnvöldum mikilvægt aðhald þegar þess þarf og sinna mikilvægum verkefnum á sviði fræðslu og vitundarvakningar. Rekstrargrundvöllur þeirra verður að vera sterkur. Ég hlakka til áframhaldandi samtals og samstarfs við umhverfisverndarsamtök og önnur félagasamtök á kjörtímabilinu.“

DEILA