Landsnet býður út Mjólkárlínu 2

Horft út Arnarfjörð. Mynd: Orkubú Vestfjarða.

Landsnet auglýsti á föstudaginn eftir umsóknum um þátttöku í samningskaupaferli vegna jarðvinnu og lagningar. Skilafrestur tilboða er til 16. apríl.
Verkið felst í að leggja um samtals 15 km 66 kV jarðstreng, Mjólkárlínu 2 (MJ2), frá landtöku
sæstrengs við Hrafnseyri í Arnarfirði að tengivirki Landsnet við Mjólká.

Framkvæmdin felst í lagningu nýs 66 kV jarðstrengs (ca. 2,4 km) frá Bíldudal meðfram sunnanverðum Bíldudalsvogi að landtaki á Haganesi. Nýr 66 kV sæstrengur (ca. 11,8 km) verður lagður yfir Arnarfjörð fyrir Langanes með landtak við Hrafnseyri. Að lokum verður svo lagður 66 kV jarðstrengur frá Mjólká og að landtaki sæstrengs við  Hrafnseyri að mestu samhliða tengivegi nr. 626 (Hrafnseyrarvegur milli Mjólkár og Hrafnseyrar) og sett verður upp 3,65 MVAr spóla til útjöfnunar í Mjólká. 

Í Mjólká er unnið að byggingu nýs tengivirkis. Það verður yfirbyggt með 5 stk, 66kV gaseinangruðum rofareitum og tvöföldum teini. Einnig verður útjöfnunarspóla fyrir jarðstrenginn.  

Á Bíldudal er unnið að byggingu nýs yfirbyggðs 66 kV gaseinangraðs tengivirkis með 3 rofareitum. 

Framkvæmdir hófust í lok árs 2023 og spennusetning er áætluð  í lok árs 2025. 

DEILA