Jöfnunarsjóður sveitarfélaga: Ísafjarðarbær fagnar frv.

Frá Patreksfirði.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnar framkomnu frumvarpi um Jöfnunarsjóð sveitarfélaganna sem hefur það að markmiði að stuðla að markvissri og réttlátari úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tekur undir þá áherslu sem birtist í tillögunum um markvissa jöfnun, og að jöfnunarkerfið styðji áfram við bakið á meðalstórum sveitarfélögum og þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en einn þéttbýliskjarna og flóknar útgjaldaþarfir. Bendir bæjarráðið á að aðstæður fjölkjarnasveitarfélaga eru misjafnar m.t.t. samganga. Í sumum er eingöngu um láglendisvegi milli byggðarkjarna að ræða en annars staðar eru fjallvegir á milli kjarnanna.

Ísafjarðarbær er dæmi um svonefnt fjölkjarnasveitarfélaga, en það hefur orðið til úr sameiningu nokkurra sveitarfélaga og hefur nokkur byggðarlög eða þéttbýli innan sinna vébanda og Vesturbyggð er annað dæmi á Vestfjörðum.

Í umsögn Ísafjarðarbæjar er vikið að þeirri nýjung að veita Reykjavíkurborg og Akureyri sérstakt höfuðstaðarálag og segir þar að önnur sveitarfélög utan Akureyrar og Reykjavíkurborgar séu í dag einnig að veita mikla og fjölþætta félagslega þjónustu sem taka mætti tillit til.

Vesturbyggð: erfiðar samgöngur milli byggðarlaga

Í umsögn Vesturbyggðar er vikið að erfiðum samgöngum milli byggðarlaga innan Vesturbyggðar sem geri það að verkum að ekki sé unnt að hagræða sem skyldi. Því sitji Vesturbyggð ekki við sama borð og önnur fjölkjarnasveitarfélaga og beri að taka tillit til þess við ráðstöfun fjár úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Samkvæmt tillögum frumvarpsdraganna munu fram sjóðsins til Ísafjarðarbæjar aukast verulega eða um 191 m.kr. en óveruleg breyting verður á fjárhæð framlaga til Vesturbyggðar.

DEILA