Ístækni á Ísafirði og Flatfish Ltd. í Grimsby á Bretlandseyjum hafa skrifað undir samning um smíði á uppþýðingabúnaði ásamt sjálfvirku karakerfi sem tekur við hráefninu eftir uppþýðingu.
“Við hjá Ístækni erum hæstánægð með að Flatfish Ltd. hafi leitað til okkur með að smíða þessa lausn. Uppþýðingakerfið tryggir þeim fyrsta flokks meðhöndlun á hráefni þegar það fer í gegnum uppþýðingarfasann. Jafnframt er nýung við fyrri lausnir að bætt hefur verið við inndælingastútum á fyrstu metrum sem hráefnið fer í gegnum tankinn og tryggir þannig minni hættu á samfrosti. Búnaðurinn er nú þegar kominn í smíði og mun uppsetning fara fram í lok maí” segir Jóhann Bæring Gunnarsson framkvæmdastjóri Ístækni.
Nú þegar eru um 40 uppþýðingakerfi á markaðnum sem smíðuð hafa verið á Ísafirði í gegnum árin. Starfsmenn Ístækni hafa gríðaleg reynslu og þekkingu þegar kemur að því að þýða upp fisk og tryggja fyrsta floks meðhöndluná hráefninu. Hjá Ístækni starfa 26 manns sem framleiðir hágæða lausnir fyrir matvæla- og fiskiðnað.