Ragnar Heiðar Sigtryggsson skíðavikustjóri er farinn að huga að skíðavikunni sem framundan er. Hann minnir stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem hafa hug á því að halda viðburði í skíðavikunni á að gera vart við sig.
„Nú styttist í þessa yndislegu viku okkar og til að gera Skíðavikuna sem allra glæsilegasta leitum við til ykkar eins og áður með að fá upplýsingar um þá viðburði sem þið hafið hug á að halda. Viðburðadagatalið verður aðgengilegt á skidavikan.is og ásamt því að við hvetjum alla til að setja upp facebook viðburði (þeir sem ekki treysta sér í það, mega hafa samband við Ragnar og fá aðstoð við það).“
Hægt er að senda inn upplýsingar á netfangið skidavikan@isafjordur.is og þarf þá að hafa nafn á viðburðinum, staðsetningu, stutta lýsingu, hlekk á facebook viðburð og mynd til að setja með viðburðinum, svo er dagsetning ekki af verri endanum.

Skíðafleyting.