Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins er á fundaferð um landið með opna fundi. Fyrsti fundurinn var í Garðabæ á laugardaginn. Í hádeginu í dag kl 12 hefst fundur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Fundaherferðin heitir Til fundar við fólkið og segir í tikynningu að forystan sé á ferð til fundar við landsmenn.
Á fundinn mæta Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður flokksins, Jens Garða Helgason, varaformaður og Vilhjálmur Árnason, ritari.