Föstudagur 11. apríl 2025

Ísafjörður: Innanlandsflug er hluti af almenningssamgöngum

Auglýsing

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti bókun um innanlandsflug á fundi sínum í gær. Var það í tilefni þess að Icelandair hefur ákveðið að hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar haustið 2026.

„Í ljósi þeirrar ákvörðunar Icelandair að leggja af áætlunarflug til Ísafjarðar í lok sumars 2026 lýsir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar ánægju með þann skýra vilja sem komið hefur frá yfirvöldum samgöngumála, þingmönnum og nágrannasveitarfélögum um að finna varanlega og hágæða lausn á flugsamgöngum milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Flugið er nauðsyn fyrir íbúa, fyrirtæki, stofnanir og ferðaþjónustu á norðanverðum Vestfjörðum. Innanlandsflug er hluti af almenningssamgöngum og sem slíkt á ábyrgð ríkisins. Ríkið þarf að vera reiðubúið, ef þarf, að styðja flugið með sértækum hætti þar sem um er að ræða stórt byggðamál. Tíminn er naumur. Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að tryggja að þessa sjáist merki í fjármálaáætlun sem lögð verður fram fljótlega.“

Auglýsing

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir