Hafnastjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að láta gera 80 metra langan fyrirstöðugarð við Suðurtanga sem kæmi í framhaldi af garði sem var gerður 2023.
Þar sem sandur er farinn að færast út í sundin frá víkinni þar sem sandinum var dælt telur hafnarstjóri nauðsynlegt að gera fyrirstöðugarð í framhaldi af garðinum sem gerður var 2023.
Grafa á upp garð sem er til staðar og setja hann út á nýjum stað.
Málið fer nú til bæjarstjórnar þar sem hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun hafna Ísafjarðarbæjar vegna málsins.