Ísafjarðarbær: gjaldfæra 16,8 m.kr. framlög til íþrótta

Frá skíðasvæði Ísfirðinga.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt auka afskrift eignasjóðs að fjárhæð kr. 16.826.204, á fjárhagsárinu 2024, vegna framlaga til uppbyggingasamninga.

Um er að ræða 13,6 m.kr. framlög til uppbyggingar á skíðasvæðinu á árunum 2015 – 2022, 1,6 m.kr. framlög til strandblakvallar á árunum 2015- 2018 og sama fjárhæð til hjólagarðs á árinu 2021.

Í minnisblaði bæjarritara sem lagt var fyrir bæjarráð segir að í upphæðinni sé fullafskrift á gámi á skíðasvæði sem var keyptur í samvinnu við Skíðafélagið og er kominn í hrakvirði. Í dag eru gámar afskrifaðir að fullu og því hefur þessi tiltekni gámur verið afskrifaður.
Engin stofnun nýtir strandblakvöllinn og er því ekki um tekjuberandi eign að ræða og tímabært að fullfyrna þá eign.

DEILA