Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á mánudaginn að leggja inn umsóknir fyrir fimm verkefni í Fiskeldissjóð.
Um er að ræða hönnun slökkvistöðvar á Ísafirði og framkvæmdir við grunn byggingarinnar, endurnýjun lagna í Sundhöll Ísafjarðar, endurbætur á félagsheimilinu á Þingeyri, varmadælur fyrir Torfnesvöll og jarðgerðarvél (moltuvél).
Bæjarráð telur rétt að forgangsraða verkefnum þannig að fyrir gangi verkefni þar sem hægt er að ljúka framkvæmdum á þessu ári.
Félagsheimili Þingeyri
- Sótt er eingöngu fyrir 2025
- Sótt er um vegna endurbóta innan og utandyra, fyrir nýju gólfi, hitakerfi,
gluggum og múrviðgerðum.
Sundhöll Ísafjarðar
- Sótt er eingöngu fyrir 2025
- Sótt er um styrk vegna endurbóta innan -og utanhúss, ásamt endurnýjun
lagnakerfis.
Jarðgerðarvél
- Sótt er eingöngu fyrir 2025
- Sótt er um fyrir innkaupum og uppsetningu á jarðgerðarstöð
Slökkvistöð á Suðurtanga 1
- Fyrirvari er um að mögulega verður sótt um aftur fyrir 2026.
- Sótt verður um styrk fyrir hönnun, útboð og fyrsta fasa verkframkvæmda 2025
Torfnes – Varmadælur
- Sótt er um eingöngu fyrir 2025
- Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, þar sem farið verður í endalega
hönnun ef styrkur fæst. - Kostnaðaráætlun er byggð á mati Bláma en skekkjumörk geta verið töluverð
vegna óvissuþátta í hönnun og innkaupaverða - Rekstrarkostnaður er einnig breytilegur og fer eftir vali á búnaði og hönnun
lausnarinnar.