Matvælastofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu leyfi Ís 47 ehf. til sjókvíaeldis í Önundarfirði. Breytingin heimilar eldi á 1.000 tonna lífmassa af regnbogasilungi og frjóum laxi í Önundarfirði en heimild til eldis á þorski er felld úr leyfinu samhliða breytingunni. Hámarkslífmassi verður óbreyttur, en eldisskilyrði breytast í samræmi við tilkomu frjós lax í rekstrarleyfið. Breytingin felur einnig í sér færslu svæðis frá Ingjaldssandi yfir á Hundsá, þannig að áfram eru einungis tvö eldissvæði í leyfinu.
Breytingin á rekstrarleyfinu tekur þegar gildi, en gildistími leyfisins helst óbreyttur gildir til 8. janúar 2037.
Heimilt er að kæra ákvörðun Matvælastofnunar um útgáfu á breyttu rekstrarleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá birtingu auglýsingar Mast, sem var 24.3. 2025.