Hrefnuveiðar hefjast í vor

Halldór Sigurðsson ÍS sem væntanlega verður gerður út á hrefnuveiðar. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tjaldtangi ehf hefur fengið leyfi til fim ára til veiða á hrefnu og segir Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri að unnið sé að undirbúningi þess að veiðarnar hefjist í vor. Gert verður út frá Ísafirði. Gunnar segir aðspurður um kröfu samtaka ferðaþjónustunnar um bann við hrefnuveiðum í Ísafjarðardjúpi að þegar séu lokuð svæði á Faxaflóa, í Eyjafirði og Skjálfanda og að mikilvægt sé fyrir hrefnuveiðar að hafa aðgang að veiðisvæðum. Einhver svæði verði að vera opin.

Hrefnuveiðar eru stundaðar yfir sumartímann, frá mái fram í september.

DEILA