Hrafna Flóki : metþátttaka á héraðsmóti

Metþátttaka var á Héraðsmóti HHF í frjálsum innanhúss en 50 þátttakendur mættu til leiks á laugardaginn síðastliðinn í Bröttuhlíð. Alls mættu 21 í aldurshópnum 9 ára og yngri og 29 í aldurshópnum 10-16 ára.

Yngri hópurinn spreytti sig í fimm þrautum; boðhlaupi, boðstökki, skutlukasti, langhlaupi og langstökki.

Eldri hópurinn keppti í kúluvarpi, skutlukasti, langstökki, þrístökki, hástökki og langhlaupi.

Sex félög eru aðilar að Hrafna Flóka. Það eru ÍH, UMFT, ÍFB, UMFB, GP, GBB, sem eru Íþróttafélgið Hörður á Patreksfirði, Ungmennafélag Tálknafjarðar, Íþróttafélag Bíldudals, Ungmennafélag Barðastrandar, Golfklúbbur Patreksfjarðar og Golfklúbbur Bíldudals.

Yngri hópurinn að keppa í hlaupi.

Verðlaunafhending. Myndir: HHF.

DEILA