Hin árlega Hlaupahátíð á Vestfjörðum verður haldin dagana 18. – 19. júlí 2025.
Í ár verður hátíðin með breyttu sniði en einblínt verður á kjarna Hlaupahátíðarinnar, hlaupin. Keppnisgreinar fyrri dagsins eru nýjustu hlaup hlaupahátíðarinnar, annars vegar 7 km utanbrautarhlaup þar sem hlaupið er frá gönguskíðasvæðinu á Seljalandsdal og niður í miðbæ Ísafjarðar og hinsvegar hið nýja 15 km Óshlíðarhlaup sem byggir á eldra hlaupi með sama heiti. Þar er hlaupið milli bæjarfélaga, þ.e. frá Bolungarvík til Ísafjarðar, um aflagða veginn um Óshlíð sem fyrir 2010 var eina samgönguleiðin á landi milli þessara tveggja bæjarfélaga, og endað í miðbæ Ísafjarðar.
Seinni daginn geta hlauparar notið hinnar sívinsælu Vesturgötu og að venju er hægt að velja um hálfa (10 km), heila (24 km) eða tvöfalda Vesturgötu (45 km).
Sunnudaginn 20. júlí býður íþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri upp á 2 og 4 km skemmtiskokk í tilefni 120 ára afmælis íþróttafélagsins. Hlaupið hefst kl. 11 frá kirkjunni á Þingeyri.
FÖSTUDAGUR – 18. JÚLÍ
17:30: 15 km Óshlíðarhlaup
18:00: 7 km Utanbrautarhlaup
LAUGARDAGUR – 19. JÚLÍ
08:00: Tvöföld Vesturgata 45 km
11:00: Heil Vesturgata 24 km
13:00: Hálf Vesturgata 10 km
Verðlaunafhending á Sveinseyri
SUNNUDAGUR – 20. JÚLÍ
11:00: 2 og 4 km skemmtiskokk á vegum íþróttafélagins Höfrungs á Þingeyri
Ræst frá kirkjunni á Þingeyri.
Skráning á hlaupahátíd.is