Háskólasetur Vestfjarða: opið hús í tilefni af 20 ára afmælinu

Vestrahúsið Ísafirði. Háskólasetrið er þar til húsa. Mynd: Hvest.

Í tilefni 20 ára afmælis Háskólaseturs Vestfjarða verður gestum og gangandi boðið að fagna þessum tímamótum á opnu húsi í Vestrahúsi þann 14. mars næstkomandi. Kl. 13:00 verður haldinn aðalfundur Háskólaseturs, sem er opinn gestum, húsið opnar kl. 14:30 en formleg dagskrá hefst upp úr kl. 15:00 með ávörpum stjórnaformanns og fleiri gesta. Flestar stofnanir hússins taka þátt í opnu húsi og því geta bæjarbúar nýtt tækifærið og séð þá fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í Vestrahúsi. Einhverjar stofnanir ætla að bjóða upp á veitingar og/eða leiki og verður það þá auglýst síðar.

Dagskrá:
14:30 – Húsið opnar fyrir gestum
15:00 – Ávörp í tilefni 20 ára afmælis Háskólaseturs og 20 metra afmæliskaka
16:00 – Tónlistaratriði
17:00 – Nemendur kynna námið og lífið á Ísafirði

Auk þessa munu verða ýmiskonar kynningar í stofum Háskólaseturs, s.s. á rannsóknum og ráðstefnum, myndasýningar og kynningar á afurðum nemenda. Einnig munu Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands mæta og kynna sína starfsemi

DEILA