Hafró: óbreytt loðnuráðgjöf

Uppsjávarveiðiskipin Aðalsteinn Jónsson og Polar Ammassak voru í samvinnu við Hafrannsóknastofnun við loðnurannsóknir í síðustu viku. Markmiðið var að kanna hvort meira af loðnu hefði skilað sér inn á norðvesturmið síðan loðnumælingar fóru fram þar í fyrri hluta febrúarmánuðar. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun.

Magn af loðnu sem mældist nú var ívið lægra en fyrri mælingin og því ljóst að ekkert hafi bæst við loðnugönguna. Fyrri ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um veiðar á 8589 tonn loðnu á yfirstandandi vertíð stendur því óbreytt.

Mest af loðnunni var að finna á grunnunum út af Húnaflóa og Skagafirði (1. mynd). Hafrannsóknastofnun áformar ekki fleiri loðnumælingar þennan veturinn.

DEILA