Í gær tilkynnti Vegagerðin um útboð á byggingu tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Annars vegar er um að ræða 58 m langa brú á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar um 130 m langa brú á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 m bráðabirgðabrú á Gufufirði ásamt efnisflutningum úr núverandi vinnuplönum og gerð grjótvarnar/rofvarnar. Verkinu skal að fullu lokið 30. september 2026.
En ekki er ekki allt komið í útboð. Bæjarins besta fékk staðfest í gær hjá Vegagerðinni að það á eftir að bjóða út eina brú í Djúpafirði, sem er 240 m, og verður stálbogabrú í einu hafi.
Í svari Vegagerðarinnar segir að vonandi fari hún í útboð fyrir lok ársins.