Að lesa leikrit er góð skemmtun hvað þá í góðra vina hópi. Verkefnið Gefum íslensku séns býður nú öllum er áhuga hafa að mæta til leiklestrar í Fræðslumiðstöðinni Ísafirði. Leiklesið verður leikritið Skjaldhamrar eftir Jónas Árnason. Leikritið hefur sterka vestfirska tengingu þó frjálslega sé farið með efnið. Leikurinn gerist í seinni heimstyrjöldinni hvar Bretar leita að þýskum njósnara sem talin er dyljast á Vestfjörðum. Leitin berst að Skjaldhamravita fyrir vestan hvar Kormákur vitavörður gætir vita og bús. Það verður heldur betur uppi fótur og fit nær Bretarnir mæta á þennan afskekkta stað. Bresku sendiboðarnir falla hins vegar bæði fyrir vitaverðinum og hinu heillandi vestfirska landslagi og til að gera langa sögu stutta má segja að hvort tveggja leggur bara breska heimsveldið einsog það leggur sig.
Leiklesturinn verður í Fræðslumiðstöðunni Suðugötu 12, Ísafirði
Leiklestrinum verður skipt niður á tvö kveld eða sem hér segir:
Þriðjudaginn 1. apríl kl.19.30 – 21.30
Fimmtudaginn 3. apríl kl.19.30 – 21.30.
Aðgangur er ókeypis og öllum opin.
Allir sem vilja fá tækifæri til að lesa og svo má líka bara mæta til að hlusta.