Gáfu Háskólasetrinu veglega gjöf

Frá afhendingu gjafarinnar. Frá vinstri: Harpa Grrímsdóttir, Margrét Hreinsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Astrid Felhing og Peter Weiss. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á 20 ára afmælishátíð Háskólaseturs Vestfjarða, síðasta föstudag barst setrinu vegleg gjöf frá hjónunum Þorsteini Jóhannessyni og Margréti Hreinsdóttur. Gáfu þau Háskólasetrinu kennslutæki sem mun nýtast sérstaklega við við fjarfundi og kennslu. Tækið er geysiöflugt og er mikill fengur að því fyrir starfsemi setursins.

Þorsteinn var um árabil forystumaður í bæjarmálum á Ísafirði og tók þátt í stofnun háskólasetursins og starfi þess fyrstu árin.

DEILA