Framsókn: Sigurður Ingi vill leiða flokkinn áfram

Fram kom í ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar, fomanns Framsóknarflokksins á miðstjórnafundi flokksins,sem nú stendur yfir á Akureyri, að hann vildi halda áfram að leiða flokkinn.

Í framhaldi af slæmri útkomu flokksins í Alþingiskosningunum í lok nóvember sl. sagðist Sigurður Inga hafa ferðast um landið og haldið um 40 fundi og niðurstaðan væri að hefja uppbyggingarstarf með stefnumótunarvinnu og málefnastarfi.

„Í Framsókn eru rúmlega 12.000 félagsmenn og í því fólki eigum við mikinn auð. Ég vil efla starf Framsóknarflokksins í samstarfi við fólkið og við ætlum að hlusta á fólkið okkar. Þess vegna munum við leita til hins almenna flokksmanns um ráð og nýjar hugmyndir með því að spyrja hvað megi betur fara í flokksstarfinu, hvaða áherslur viljum við sjá og hvernig við getum gert starf okkar öflugra og aðgengilegra? Við munum vinna úr tillögum flokksfólks í framhaldinu og leggja fram til umræðu og afgreiðslu á næsta flokksþingi.“

Um stefnuna sagði Sigurður Ingi:

„Framsókn er flokkur framkvæmda og atvinnu og þeirrar velferðar sem verðmætasköpunin býr til. Við lítum ekki á stjórnmál sem keppni í því hver getur talað hæst, heldur sem vettvang til að skapa raunverulegar breytingar til batnaðar.“

DEILA