Ferðamálastofa bauð í byrjun febrúar út rekstur á landamærarannsókn og brottfarartalningum í Keflavík. Niðurstaða útboðsins er að Maskína tekur við rekstri rannsóknanna frá og með 1. apríl næstkomandi.
Landamærarannsóknin er ein af lykilstoðum í ferðamálatölfræði á Íslandi. Hún veitir meðal annars upplýsingar um ákvörðunarferli ferðamanna þegar kemur að Íslandsferð og ferðavenjur þeirra hér á landi, ásamt viðhorfi til þátta sem snerta ferðaþjónustuna.
Brottfarartalningar notaðar til að varpa ljósi á þjóðernaskiptingu þeirra sem yfirgefa landið frá Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða könnun þar sem farþegar eru spurðir um þjóðerni áður en þeir ganga inn í öryggisleit. Hlutfallsleg skipting brottfararfarþega er svo umreiknuð í farþegafjölda á þjóðerni út frá tölum Isavia um heildarfjölda brottfara.