Færri skemmtiferðaskip til Flateyjar

Á Reykhólavefnum er greint frá því að í fyrra hafi komið 14 skemmtiferðaskip til Flateyjar með alls 2.115 gesti.

Árið 2023 komu 9 skip með 1.220 farþega og árið 2022 komu 14 skip með 1.893 farþega.

Aðeins 6 skipakomur eru skráðar á þessu ári, en  leiða má líkur að því að breytingar á tollfrelsi skemmtiferðaskipa hafi eitthvað með það að segja, en mörg skip afbókuðu ferðir fyrir síðustu áramót þegar útlit var fyrir að tollafrelsið yrði afnumið um áramótin.

Nú liggur fyrir að tollafrelsi er framlengt til 1. janúar 2026.

DEILA