Eyþór Bjarnason hefur verið ráðinn forstöðumaður í stuðningsþjónustu á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar.
Eyþór lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2008. Hann stundaði kennaranám á árunum 2010 til 2012 við Háskóla Íslands og Háskóla Akureyrar og sem stendur stundar hann nám á hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri í fjölmiðlafræði. Hann lauk Leiðtogaþjálfun – Forysta til framtíðar í Háskólanum á Bifröst 2022 og þá hefur hann setið ýmis leiðtoga-, stjórnunar- og öryggisnámskeið.
Eyþór hefur meðal annars starfað sem svæðisstjóri hjá Ikea 2013 til 2018 þar sem hann gekk jafnframt verslunarstjóravaktir, sem afgreiðslustjóri lyfjalagers hjá Distica á árunum 2018 til 2021 og sem verslunarstjóri Nettó árin 2021 til 2022.