Blakdeild Vestra hefur samið við þjálfarann Juan Manuel Escalona Rojas um tveggja ára framlengingu á samningi hans við félagið.
Juan kom sem leikmaður til Vestra haustið 2019, en frá haustinu 2020 hefur hann verið aðalþjálfari félagsins og hefur náð eftirtektarverðum árangri, ekki síst meistaraflokksliði karla.
Meistaraflokkur karla er kominn í fremstu röð blakliða á Íslandi og hefur á undanförnum árum m.a. komist í úrslitaleik bikarkeppninnar og undanúrslit Íslandsmótsins. Þá hafa yngri flokkar Vestra unnið Íslands- og bikarmeistaratitla, auk deildarmeistaratitla í neðri deildum.
Allmargir leikmenn Vestra hafa einnig verið valdir í landslið Íslands, bæði ungmennalandslið og A landslið karla.
Sjálfur hefur Juan tvisvar sinnum verið kosinn þjálfari ársins af Blaksambandi Íslands.