Vesturbyggð hefur stytt varnargarð ofan og innan við byggðina á Bíldudal úr 1000 metrum í 800 metra þar sem ekki náðist samkomulag við landeigendur um að garðurinn nái inn á land Litlu Eyrar. Landeigendu benda á að garðurinn hefði haft óveruleg áhrif á snjóflóðahættu og því ekki breytt hættumati á þessu svæði. Veðurstofan segir á að einungis megi reisa íbúðarhús neðan A línu og garðurinn hafi því ekki áhrif á mögulega landnýtingu svæðisins.
Fulltrúi landeigenda segir að hefði garðurinn verið ætlaður til varnar snjóflóðum og byggð hefði verið sjálfsagt að heimila hann. En ekki sé vilji til þess að láta land undir garð með afar takmörkuðum notum sem spillir verulega ásýnd hlíðarinnar upp af túninu (ofan þjóðvegarins – Dalsbrautar) og skerðir búsetusvæði margra fuglategunda, gæsa, anda, stelka, jaðrakana og mófugla.
Í bréfi Veðurstofunnar kemur fram að varnargarðurinn gagnist fyrst og fremst sem vörn fyrir aurskriður, grjóthrun, vatnsflóð og lítil krapaflóð og dragi úr óþægindum og tjóni sem slíkt kynni að valda.

Úr bréfi Veðurstofunnar 19. desember 2024 til Umhverfis-, orku- ogloftlagsráðuneytisins.