Bessastaðir: ráðherraskipti í dag

Ásthildur Lóa Þórsdóttir er barna- og menntamálaráðherra.

Ríkisráðsfundir verða haldnir í dag þar sem verða ráðherraskipti. Kl. 15 hefst fundur forseta Íslands með ríkisstjórninni og annar fundur verður 15 mínútum síðar.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barna- og menntamálaráðherra hefur ákveðið að láta af störfum og vænta má þess að henni verði á fyrri fundinum veitt lausn frá störfum og á þeim síðari verði annar skipaður í hennar stað.

Ekkert hefur verið gefið upp um það hver tekur við ráðherraembættinu.

DEILA