Vindorka: bein útsending: Með byr í seglin

Vindorka á Íslandi – staða og framtíðarsýn.

Morgunfundur miðvikudaginn 5. mars kl. 9:30-11:30 á Hilton Reykjavík Nordica

  • Hlekkur á fundinn: 

Á miðvikudaginn bjóða KPMG og Orkuklasinn til fundar um stöðu og þróun í vindorku á Íslandi og framtíðarsýn í málaflokknum. Fundurinn er annar í röðinni af fundum um vindorkumál sem KPMG skipuleggur en haustið 2023 hélt KPMG morgunfund sem bar yfirskriftina Með vindinn í fangið og einblíndi á hvernig hægt væri að ná sátt allra hagsmunaaðila um nýtingu vindorku og framtíðarmöguleika slíkrar nýtingar á Íslandi. 

Á síðustu misserum hefur verið mikill framgangur í þróun nýtingar vindorku á Íslandi og nú hillir undir uppbyggingu á fyrsta vindorkugarði á Íslandi. Því er tilvalið að fara yfir stöðu mála og hvað hefur áunnist á undanförnum misserum.

Dagskrá fundarins:

Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála ávarpar fundinn.

·         Vindorkuvegferð Landsvirkjunar
Bjarni Pálsson
, framkvæmdarstjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun.

·         Möguleikar til orkugeymslu og afmörkun svæða til einföldunar leyfisveitinga
Anna-Bryndís Zingsheim Rúnudóttir
, verkefnastjóri hjá KPMG

·         Er hægt að ná sátt með því að tekjur skili sér í ríkari mæli til nærsamfélaga?
Sylvía Vilhjálmsdóttir
, verkefnastjóri hjá KPMG

·         Framtíðarsýn vindorku á Íslandi
Hilmar Gunnlaugsson
, formaður starfshóps um nýtingu vindorku

Pallborðsumræður

Þátttakendur í pallborðsumræðum verða: Katrín Helga Hallgrímsdóttir, lögfræðingur  Samorku, Magnús G. Erlendsson, meðeigandi hjá KPMG,  Jón G.  Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra og Þorsteinn Arnalds, verkefnastjóri hjá HMS. Róbert Ragnarsson, meðeigandi hjá KPMG stýrir pallborðsumræðum.

Fundarstjóri er Rósbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Orkuklasans.

DEILA