Fiskistofa hefur birt skýrslu yfir aflamsetningu allra botnvörpu- og dragnótaskipa með og án eftirlits frá 1. Janúar 2024.
Skýrslaner birt í 3 tímabilum til að afmarka gögnin og á upphafssíðu hennar eru settar fram notkunarleiðbeiningar.
Sjóeftirlit Fiskistofu er stór hluti af lögbundnu hlutverki stofnunarinnar þegar snýr að eftirliti með fiskveiðum og árið 2024 voru eftirlitsmenn Fiskistofu á sjó í 739 daga.
Farið var í 127 veiðiferðir með fiskiskipum og voru flest þeirra á veiðum með botnvörpu og dragnót.
Í skýrslunni má sjá hvort mismunur er á aflasamsetningu eftir því hvort eftirlitsmaður er um borð eða ekki.