Ísafjarðarbær hefur samþykkt að veita alls 530 þúsund króna styrk til greiðslu á fasteignaskatti til félagasamtaka.
Fimm félagasamtök sóttu um styrk að undangenginni auglýsingu.
Styrkur til Oddfellowhússins á Ísafirði er 130 þúsund krónur. Átthagafélag Snæfjallahrepps fékk 104 þús. króna styrk vegna Dalbæjar. Kiwanisklúbburinn Básar fékk 130 þúsund króna styrk og Grunnvíkingafélagið á Ísafirði 36 þúsund króna styrk.
Styrkurinn rennur til greiðslu fasteignaskatts, en ekki lóðarleigu, fráveitu, vatnsveitu eða sorpgjalda.