50 ár frá friðlýsingu Hornstranda

Þann 27. febrúar 1975 voru Hornstrandir, Aðalvík, Rekavík bak Látur og Fljótavík ásamt hluta Jökulfjarða friðlýst sem friðland.

Friðlandið er 581 ferkílómetrar að stærð og eitt af aðaleinkennum friðlandsins er hve afskekkt það er og lítið mótað af umsvifum og ágangi manna. Nú er svæðinu stýrt sem óbyggðu víðerni, enda uppfyllir svæðið öll viðmið til að falla í þann flokk. En svæði í þessum flokki er skilgreind sem víðfeðm óbyggða- eða eyðibyggðasvæði sem eru lítt eða ekkert röskuð af hálfu manna og hafa haldið sínum náttúrulegu einkennum. Þau eiga að bjóða upp á tæifæri til að upplifa einveru, eftir að komið er inn á svæðið, með hljóðlátum og lítið truflandi feðravenjum. Þau geta verð opin fyrir gesti sem eru tilbúnir til að til að ferðast á eigin vegum, fótgangandi eða með bátum.

Gestir svæðisins eru þeir sem búa yfir reynslu og búnaði til að takast á við það veðurfar og aðstæður sem eru að finna á þessum svæðum, án utanaðkomandi aðstoðar.

Markmið friðlðýsingarinnar á Hornströndum er að vernda lífríki, jarðminjar og menningarminjar svæðisins en friðlandið hefur hátt verndargildi bæði á íslenskan og alþjóðlegan mælikvarða, þar sem svæðið er mikilvægt búsvæði fyrir fjölda fuglategunda, ekki síst sjófugla, auk þess sem friðlandið er eitt mikilvægasta búsvæði refa í Evrópu.

Gestakomur hafa ávallt verið yfir sumartímann en undanfarin ár hefur þeim fjölgað mikið sem heimsækja svæðið sem og ferðatíminn hefur lengst. Nú allra síðustu ár hafa um og yfir 10.000 gestir heimsótt svæðið yfir sumartímann.

Til að halda upp á þennan merka áfanga mun Náttúruverndarstofnun ásamt Hornstrandanefnd standa fyrir málþingi um friðland á Hornströndum í maí næst komandi

DEILA