Hafrannsóknastofnun ráðleggur að veiðar á grásleppu fiskveiðiárið 2024/2025 verði ekki meiri en 2760 tonn. Er það um 32% lækkun milli ára.
Ráðgjöfin byggir að mestu á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2025 en einnig frá árinu á undan. Vísitala þessa árs var sú næst lægsta síðan að mælingar hófust 1985. Vísitala síðasta árs var einnig lág og vel undir langtíma meðaltali.
Stofnvísitölur hrognkelsa sveiflast milli ára, sem endurspegla að hluta til óvissu í mælingunum. Vegna þessa vegur stofnvísitala sama árs 70% á móti 30% vægi vísitölu fyrra árs við útreikning ráðlagðs hámarksafla.
Að teknu tilliti til þess leggur Hafrannsóknastofnun jafnframt til að upphafsaflamark fiskveiðiárið 2025/2026 verði 662 tonn.