Nú stendur yfir til 12. febrúar átakið – Lífið er núna húfa 2025 – á vegum Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.
Fjáröflun er með sölu á veglegum húfum sem sækja innblástur í hönnun listakonunnar Tótu Van Helzing. Tóta var félagsmaður í Krafti. Hún er þekktust fyrir peysurnar sínar sem liggja á mörkum tísku, handverks og listar þar sem blandað er saman mismunandi áferðum í prjóni og garntegundum eins og segir í kynningu.
Húfan er fáanleg í tveimur útgáfum, appelsínugul með fallegu prjónamynstri og svört með hvítu munstri.
Húfurnar eru úr 50% ull og 50% endurunnu nylon.
Húfurnar fást einnig í völdum verslunum Krónunnar, Hagkaups og Rammagerðarinnar.
Hér má panta Lífið er núna húfa 2025 – Kraftur
Verð 5.900 kr.
Allur ágóði af sölu rennur beint í starfsemi Krafts.