Í vísindaporti vikunnar ætlar Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi við háskólann á Akureyri að halda erindi um innleiðingu gervigreindar í skólasamfélaginu. Erindið fjallar um meginkosti og takmarkanir notkunar gervigreindar í skólasamfélaginu, bæði fyrir nemendur og kennara. Megið þema erindisins kemur úr bókakafla höfundar sem gefinn var út í lok árs 2024 á vegum bókaútgáfunnar Libri. Töluverðar umræður hafa átt sér stað í samfélaginu um notkun gervigreindar, ýmsar siðferðilegar áskoranir og heiðarleika í vinnu, námi, rannsóknum og kennslu. Með tilkomu nýrrar tækni er mikilvægt að skoða hvaða hlutverk og hvaða möguleika notkun gervigreindar getur fært okkur.
Frétt um bókina á vef Háskólans á Akureyri https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frettir/gervigreindin-og-haskolar-utgafa-bokar
Helena Sigurðardóttir frá Ísafirði er Kennsluráðgjafi við Kennslu – og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri. Með yfir tuttugu ára kennslureynslu sérhæfir hún sig í rafrænum kennsluháttum og innleiðingu á stafrænni hæfni. Undanfarna áratugi hefur hún leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum og innlendum verkefnum, flest með áherslu á eflingu stafrænnar hæfni og innleiðingu tækni í skólastarfi. Með auknum aðgangi almennings að notkun gervigreindar hefur Helena beint sjónum sínum að kostum og takmörkunum við innleiðingu og notkun gervigreindar í skólasamfélaginu.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á morgun föstudag og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku