Í vísindaporti vikunnar verður Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hann mun segja frá spennandi verkefni Baskaseturs á Íslandi.
Markmið Baskaseturs er að vera alþjóðleg miðstöð menningarlegra samskipta í Djúpavík í Árneshreppi. Baskasetri er ætlað að miðla sögu svæðisins og sambúð manns og náttúru, einkum strandmenningar, í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða og Albaola í Baskalandi Spánar.
Baskasetur verður í tönkum síldarverksmiðjunnar í Djúpavík.
“Ég er alinn upp í Djúpavík í Árneshreppi á Ströndum. Framkvæmdastjóri (CEO) Hótel Djúpavíkur. Formaður Baskaseturs í Djúpavík.
Stúdent af félagsfræðabraut frá Framhaldsskólanum á Laugum (2001) Diplóma í ferðamálafræði í Dreifbýli frá Háskólanum á Hólum 2003, Diplóma í fiskeldisfræði frá Háskólanum á Hólum 2004. Háskóli Íslands Löggilding í fasteigna, fyrirtækja og skipasölu 2013.
Síðastliðin 30 ár hef ég unnið við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækisins okkar í Djúpavík, leiðsögn um söguslóðir, viðhaldsvinna og önnur tilfallandi ferðatengd verkefni. Á veturnar hef ég fengist við ýmislegt tilfallandi, verið til sjós en að mestu starfað síðastliðin 10 ár sem fasteignasali á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi og Vestfjörðum.”
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Erindið fer fram á íslensku