Vísindaport: Möguleikar Vestfjarða til Þörungaræktar og mikilvægi

28.02.2025 kl. 12:10 Vísindaport

Í Vísindaporti að þessu sinni mun Magnús Bjarnason fjalla um möguleika Vestfjarða til þörungaræktar og mikilvægi hennar.

Í erindi verður farið yfir ástæðu þess að Vestfirðir eigi að skoða þörungarækt, hvaða kosti hafa Vestfirðir til ræktunar í sjó, af hverju eru þörungar að fá svona mikla athygli og að lokum hvaða áskoranir eru til að hefja þörungaræktun.

Magnús er borinn og barnsfæddur Ísfirðingur, hann er með BS gráður í viðskiptafræði frá HÍ og mastersgráðu frá Gautaborg. Hann starfar sem verkefnastjóri nýsköpunar og fjárfestinga hjá Vestfjarðastofu og er með bakgrunn frá sjávarútvegi og opinberi stjórnsýslu.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Erindið fer fram á íslensku

DEILA