Vesturbyggð: þörf á 189 íbúðum á næstu 10 árum

Horft yfir Bíldudalshöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt endurskoðaða húsnæðisáætlun Vesturbyggðar fyrir árið 2025. Samkvæmt húsnæðisáætluninni er gert ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði 23,4% fleiri að 10 árum liðnum samkvæmt miðspá, þ.e. fjölgun um 290 íbúa og er áætluð íbúðaþörf í samræmi við það 189 íbúðir. Vesturbyggð leggur því áherslu á að fjölga lóðum samkvæmt skipulagi í öllum byggðakjörnum og í dreifbýli.

Gert er ráð fyrir í spánni um íbúafjölgun að íbúum fjölgi mest á Bíldudal eða um 100 manns skv. miðspá og á Tálknafirði einnig um 100 manns, en á Patreksfirði verði fjölgunin 90 manns.

Þörfin fyrir nýjar íbúðir næstu 10 árin er talin vera 73 íbúðir á Bíldudal, 59 íbúðir á Tálknafirði og 57 íbúðir á Patreksfirði.

DEILA