Fjölskylduráð Vestubyggðar leggur til að stytta opnunartíma frístundar um tvo tíma á föstudögum þannig að hún lokið kl.14. Er það til þess að mæta styttingu vinnuviku ófaglærðs starfsfólks í frístund úr 40 stundum í 36 stundir.
Meta þurfi hvort taka eigi upp skráningu milli kl 14-16 á föstudögum sambærilega við það sem gert er í leikskólanum Araklett. Samhliða þessum breytingum þarf að fara fram skoðun á gjaldskrá frístundar.
Tillagan var lögð fyrir bæjaráð í síðustu viku og var sviðstjóra fjölskyldusviðs falið að kalla eftir frekari gögnum varðandi ástundun í frístund og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.