Bæjarráð Vestubyggða leggur til að sérreglur varðandi úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa í Vesturbyggð verði óbreyttar frá síðasta fiskveiðiári á fiskveiðiárinu 2024/2025 með þeirri undantekningu að allur afli sem telja á til byggðakvóta skuli fara til vinnslu innan sveitarfélagsins.
Þá verði fiskiskipum á Bíldudal, Brjánslæk og Patreksfirði skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2024 til 31. ágúst 2025 en fiskiskipum á Tálknafirði skylt að landa innan byggðalagsins.
Tillögunum var vísað áfram til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Á yfirstandandi fiskveiðiári er úthlutað 330 tonnum af byggðakvóta til byggðalaga innan Vestubyggðar. Til Tálknafjarðar fara 285 tonn, en 15 tonn til hvers hinna byggðarlaganna, Patreksfjarðar, Bíldudals og Brjánslækjar. Auk þess eru 190 tonn óráðstafað frá eldri úthlutun, þar af 155 tonn til Tálknafjarðar.