Í dag er í gildi gul veðurviðvörun fyrir vestanvert landið eftir klukkan 19 í kvöld.
Á morgun, miðvikudag versnar veður til muna. Þá tekur við appelsínugul viðvörun eftir hádegi og stendur fram eftir degi á fimmtudaginn.
Spáð er sunnan- og suðvestan 23-30 m/s og hviður yfir 35 m/s, en heldur hægari um tíma um kvöldið. Rigning, talsverð um tíma. Foktjón líklegt og útlit fyrir vatnavexti og búast má við samgöngutruflunum
Þeir sem hyggja á ferðir milli bygðalaga og landshluta eru hvattir til þess að afla sér upplýsinga um veður og færð.