Tvö umferðaróhöpp urðu í liðinni viku. Annað var á Súgandafjarðarvegi, skammt frá gangamunnanum. Ökumaður misti þar stjórn á bifreið sinni og hafnaði hún utan vegar eftir veltu. Hann var einsamall í bifreiðinni og var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði.
Hitt umferðaróhappið varð í jarðgöngunum undir Breiðadals og Botnsheiði. Þar ók ökumaður utan í vegg ganganna með þeim afleiðingum að ökutækið var óökuhæft. Engin slys urðu á ökumanni eða farþegum.
Þá voru kráningarmerki fjarlægð af 4 bifreiðum í liðinni viku þar sem þær höfðu ekki verið færðar til reglulegrar skoðunar.
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Djúpvegi. Mældur hraði var 113 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Einn ökumaður var kærður fyrir að ekki vera með gild ökuréttindi.
Tilkynnt var um hvalshræ á reki rétt utan Bolungarvík. Tilkynningar voru sendar til viðeigandi stjórnvalda.